Innlent

Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki fá nýtt nafn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það verður engin þörf á því að skipta um skilti.
Það verður engin þörf á því að skipta um skilti. vísir/magnús hlynur

Kjörfundi sem fór fram í dag um kosningu um nafn á sveitarfélagið sem borið hefur heitið Skeiða- og Gnúpverjahreppur er lokið og liggja úrslit fyrir. Á kjörskrá voru 397. Atkvæði greiddu 209 eða 52,6 prósent af þeim sem voru á kjörskrá.

Atkvæði féllu á þann vega að 111 kusu nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur það eru 53,11 prósent greiddra atkvæða. 45 kusu Þjórsárhrepp, 40 kusu Þjórsársveit og átta kusu Þjórsárbyggð. Eystribyggð fékk 2 atkvæði. Þjórsárbakkar og Eystri hreppur fengu sitt atkvæðið hvort. Einn seðill var ógildur.

Það er því ljóst að sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki skipta um nafn að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira