Innlent

Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki fá nýtt nafn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það verður engin þörf á því að skipta um skilti.
Það verður engin þörf á því að skipta um skilti. vísir/magnús hlynur

Kjörfundi sem fór fram í dag um kosningu um nafn á sveitarfélagið sem borið hefur heitið Skeiða- og Gnúpverjahreppur er lokið og liggja úrslit fyrir. Á kjörskrá voru 397. Atkvæði greiddu 209 eða 52,6 prósent af þeim sem voru á kjörskrá.

Atkvæði féllu á þann vega að 111 kusu nafnið Skeiða- og Gnúpverjahreppur það eru 53,11 prósent greiddra atkvæða. 45 kusu Þjórsárhrepp, 40 kusu Þjórsársveit og átta kusu Þjórsárbyggð. Eystribyggð fékk 2 atkvæði. Þjórsárbakkar og Eystri hreppur fengu sitt atkvæðið hvort. Einn seðill var ógildur.

Það er því ljóst að sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur mun ekki skipta um nafn að svo stöddu.Fleiri fréttir

Sjá meira