Lúsmý lætur víðs vegar á sér kræla Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2015 07:00 „Lúsmý er frægur bitvargur í norðanverðri Evrópu,“ segir Jón Halldórsson, líffræðingur og meindýraeyðir, sem aðstoðaði við uppsetningu myndarinnar. MYND/ERLING ÓLAFSSON Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Síminn hefur hringt stanslaust hjá Náttúrufræðistofnun Íslands á síðustu dögum þar sem áhyggjufullir Íslendingar leita upplýsinga um nýjan landnema, lúsmý. Undarleg atvik hófust um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar með þeim afleiðingum að margir hverjir urðu illa útleiknir. Nú er skordýrið farið að láta á sér kræla víðar á suðvesturhorni landsins og hefur þeim fjölgað töluvert sem hafa orðið fyrir slæmu biti. Fréttablaðið hefur fengið ábendingar frá fjölda fólks sem telur sig hafa verið bitið af lúsmýi. Mest hefur orðið vart við mýið beggja vegna Hvalfjarðar. Þá hafa ábendingar borist um að mýið sé komið í Mosfellsbæ, Grafarvog, Hafnarfjörð og í Kópavog. „Þetta er algjör óþverri og ég ætla rétt að vona að þessi viðbjóður sé ekki kominn til að vera,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður en Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að líkami hans væri allur undirlagður biti eftir dvöl í Kjós um síðustu helgi. „Ég viðurkenni það að ég er búinn að vera áhyggjufullur en þetta er klárlega á réttri leið. Nú líður lengra á milli kláðakasta og bitin eru ekki eins upphleypt.“ Náttúrufræðistofnun er nú með málið til rannsóknar og samkvæmt Erling Ólafssyni skordýrafræðingi er ekki vitað til þess að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður á Íslandi og er mögulega um nýja tegund af mýi að ræða. Erling segist engar skýringar kunna á því hvers vegna mýið sé komið til landsins. Sérfróðir aðilar erlendis munu greina flugurnar á næstu dögum og vonandi gefa stofnuninni einhver svör. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greindi frá því í gær að hann hefði farið að finna fyrir einkennum bits síðastliðinn þriðjudag og á miðvikudag reyndust bitin vera þrjátíu og sjö samtals. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem í göngutúr í vikunni. Þá greindi Baldur frá því á Facebook-síðu sinni að hann hefði hitt mann sem hefði lent illa í skordýrinu í Hafnarfirði. Á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands segir að lúsmý sé ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Í nágrannalöndum okkar eru margar tegundir sem sumar hverjar leggjast á okkur mannfólkið og geta orðið til mikils ama. Þær sem okkur girnast eru allar af ættkvíslinni Culicoides sem hefur til þessa ekki verið staðfest hér á landi. Gríma Huld Blængsdóttir, yfirlæknir á Heilsugæslu Mosfellsbæjar, segir heilsugæsluna hafa fengið inn töluverðan fjölda fólks með bit. „Þriðji hver maður kom hérna í fyrradag vegna bita en það var ekki bara fólk úr Mosó, fólk var að koma hvaðanæva að.“ Gríma segir að meðhöndla eigi bitin með sterakremi eða ofnæmislyfi. „Það á að byrja að meðhöndla sig strax. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir biti þurfa að taka ofnæmislyf áður en farið er á staði þar sem mikið er um mý.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira