Enski boltinn

Arsenal vann Man. City og verður í öðru sæti yfir jólin | Sjáðu mörkin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsenal-menn fagna marki Oliver Giroud sem reyndist sigurmark leiksins.
Arsenal-menn fagna marki Oliver Giroud sem reyndist sigurmark leiksins. vísir/getty
Arsenal varði annað sætið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið lagði Manchester City, 2-1, á Emirates-vellinum í kvöld.

Theo Walcott kom Arsenal í 1-0 á 33. mínútu með algjörlega frábæru marki, en hann þrumaði þá boltanum í netið vinstra megin úr teignum, óverjandi fyrir Joe Hart.

Oliver Giroud tvöfaldaði forskot Lundúnarliðsins þegar hann slapp einn í gegn en Frakkinn lagði boltann snyrtilega undir Joe Hart úr þröngu færi á 45. mínútu, 2-0.

Yaya Touré minnkaði muninn í 2-1 á 82. mínútu með glæsilegu marki, en hann stýrði boltanum skemmtilega í samskeytin fjær með hnitmiðuðu skoti. Virkilega vel gert hjá Fílabeinsstrendingnum.

Eftir markið fór Manchester City loks almennilega í gang og gerði orrahríð að marki Arsenal en allt kom fyrir ekki. Gestirnir fengu nokkur góð færi en Yaya Touré var mjög hættulegur á lokakaflanum. Arsenal stóð af sér stórsókn City og vann góðan sigur, 2-1.

Með sigrinum komst Arsenal í 36 og er í öðru sæti tveimur stigum á eftir Leicester sem verður á toppnum um jólin. Manchester City missti Arsenal fjórum stigum fram úr sér en City-liðið er í þriðja sæti með 32 stig eftir 17 umferðir.



Theo Walcott kemur Arsenal í 1-0 með þrumuskoti: Oliver Giroud kemur Arsenal í 2-0: Yaya Touré minnkar muninn í 2-1 með frábæru skoti:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×