Fótbolti

Miðasalan hefst á mánudaginn: 8-16 þúsund miðar í boði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Það verður stuð þegar miðasalan opnar á mánudaginn.
Það verður stuð þegar miðasalan opnar á mánudaginn. vísir/vilhelm
Ísland verður í riðli með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki á EM 2016 í fótbolta en dregið var til riðlakeppninnar í París í dag.

Íslendingar fá 20 prósent af miðum í boði á hverjum leikstað og eru heppnir að strákarnir okkar spila á tveimur af stærstu völlum keppninnar.

Sjá einnig:Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“

Fyrsti leikurinn verður 14. júní gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í St. Étienne. Það er minnsti völlurinn sem Ísland spilar á í riðlakeppninni.

Hann tekur 42.000 manns í sæti og fá Íslendingar því að kaupa 8.000 miða á leikinn þar sem Cristiano Ronaldo mætir strákunum okkar.

Annar leikurinn verður á Stade Velodrome í Marseille gegn Ungverjalandi en hann tekur 67.000 manns. Íslendingar fá því 13.400 miða á þann leik.

Þriðji leikurinn verður á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í París en hann tekur 83.000 manns ríflega í sæti. Þar fá Íslendingar 16.250 miða að minnsta kosti.

Miðasala hefst á mánudaginn og má sjá svör við öllum helstu spurningum um miðasöluna með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×