Fótbolti

Þjóðin sátt á Twitter: „Draumariðill sem við vinnum“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Angelos Charesteas dregur Ísland upp úr pottinum.
Angelos Charesteas dregur Ísland upp úr pottinum. vísir/getty
Strákarnir okkar verða í F-riðli á EM 2016 með Portúgal, Ungverjalandi og Austurríki, en dregið var til riðlakeppninnar í dag.

Íslenska þjóðin virðist mjög sátt með riðilinn ef marka má viðbrögðin á Twitter en þar er honum lýst sem „draumadrætti“ og riðli sem Ísland á eftir að vinna eða að minnsta kosti komast upp úr.

Fyrsti leikur Íslands verður í St. Étienne 14. júní gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Miðasala hefst á mánudaginn.

Hér að neðan má sjá viðbrögð nokkurra Íslendinga við riðlinum á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×