Glamour

Heita í höfuðið á Instagram-filterum

Ritstjórn skrifar
Tískan í barnanöfnum erlendis hefur, í gegnum árin, oftar en ekki stjórnast af karakterum í vinsælum kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum, nú eða þekktum poppstjörnum.

Nú virðist hinsvegar barnanafnatískan vera að ná nýjum hæðum, en samkvæmt heimasíðunni BabyCenter þá virðast æ fleiri börn vera nefnd í höfuðið á Instagram filterum. Já, Instagram filterum.

Nöfn á strákum annars vegar eins og Lux (14% aukning síðan 2014), Ludwig (42% auking), Amaro (26% aukning), Reyes (10% aukning), Hudson (4% aukning) og Kelvin (3% aukning) og svo nöfn á stelpur hinsvegar Valencia (26% aukning), Juno (30% aukning) og Williw (13% aukning), sýnir greinilega tengingu við myndaforritið vinsæla.

Það er þó hinsvegar spurning hvort við séum ekki farin að ganga aðeins of langt í væntumþykju til Instagram og sjálfsmyndatökum þegar fyrsta hugsun er að tengja börnin við það.






×