Hildur Yeoman hannar fyrir Göngum saman

05. maí 2017
skrifar

Í tilefni af 10 ára afmæli styrktarfélagsins Göngum Saman hefur fatahönnuðurinn Hildur Yeoman hannað vörulínu sem samanstendur af bolum, hettupeysum og töskum með prenti sem var sérstaklega hannað fyrir samtökin. 

Styrktarsjóður Göngum saman stuðlar að rannsóknum á brjóstarkrabbameini, sem er liður í því að finna lækningu á sjúkdómnum. Frá árinu 2007 hefur sjóðurinn veitt styrki á hverju ári og hefur á þessum tíma safnað hátt í 70 milljónum sem hafa runnið beint í rannsóknarsjóði íslenskra vísindamanna. Hægt er að fræðast meira um samtökin og leggja þeim lið hér. 

Vörurnar eru nú komnar upp í verslun Hildar Yeoman á Skólavörðustíg 22B en allur ágóðinn rennur í sjóð styrktarsamtakanna sem styður grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. 

Smart leið til þess að styrkja gott málefni!