Erlent

Eiturefni í skíðasporum í Noregi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Eiturefni í skíðaáburði brotnar ekki niður.
Eiturefni í skíðaáburði brotnar ekki niður. NORDICPHOTOS/GETTY

Skógarbotninn í Holmenkollen og Voksenåsen í Noregi, þar sem heimsmeistaramótið í skíðagöngu fór fram 2011, er fullur af flúorefnum úr skíðaáburði, að því er norska umhverfisstofnunin greindi frá á föstudaginn.

Norsk yfirvöld hafa lagt fram tillögu um að flúorefnið PFOA verði bannað innan Evrópusambandsins. Efnið er meðal annars notað til að vatnsverja fatnað. Það er í froðu í slökkviefni og í vissum tegundum af skíðaáburði.

Í frétt norska ríkisútvarpsins er haft eftir vísindamanninum Dorte Herzke að um sé að ræða eitur sem brotni ekki niður. Afleiðingarnar geti meðal annars orðið DNA-breytingar sem geti haft í för með sér krabbamein. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.