Tíu lexíur úr þingstarfinu Jón Þór Ólafsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Markmið stjórnmálamanna eru misjöfn, rétt eins og leiðirnar sem þeir velja að þeim, en eitt eiga þeir sameiginlegt. Stjórnmálamenn vilja sitja á valdastóli, og flestir vilja þeir sitja sem fastast þar til stærri stóll er fáanlegur. Það skiptir því stjórnmálamenn sköpum, þegar nær dregur kosningu eða skipan í valdastöður, að vera álitinn ákjósanlegasti kosturinn hjá þeim sem ráða hver situr hvar. Slíkt álit má kalla pólitískt kapítal. Til að áætla og hafa áhrif á það hvernig stjórnmálamaður beitir áhrifum sínum og völdum þá er nauðsynlegt að sjá hvað veldur honum álitshnekki og kostar hann því pólitískt kapítal, og hvernig hann getur vaxið í áliti og orðið sér þannig úti um meira af því. Meðvitaður um þessar forsendur lærði ég tíu eftirfarandi lexíur í þingstarfinu.1. Gamla viðskiptamódel stjórnmálaflokkanna er ósjálfbæraraAð beita almannavaldi í þágu sérhagsmuna (sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu) í skiptum fyrir aðstoð við atkvæðaveiðar er ósjálfbærara í dag en það var. Með útbreiðslu internetsins þá er spilling oftar afhjúpuð og erfitt er að þagga niður umræðuna um hana á samfélagsmiðlum. Spillingarmál kosta pólitískt kapítal. Með auknu gegnsæi mun spilling í auknum mæli kosta meira en hún skilar.2. Valdið á Alþingi er samþjappaðNánast allt lögbundið vald á Alþingi liggur í þremur valdastöðum. 1. Forseti Alþingis, í umboði stjórnarmeirihlutans, hefur nánast alræðisvald á þingfundum þar sem mál eru rædd og endanlega afgreidd. 2. Formenn fastanefnda Alþingis, mestmegnis í umboði stjórnarflokkanna, fara í raun með alræðisvald yfir vinnslu mála í nefndunum. 3. Þingflokksformenn, í umboði flokksforustunnar, ráða miklu um það hvar og hvenær þingmenn taka þátt á nefndar- og þingfundum. - Mikill minnihluti stjórnarflokkanna á Alþingi ræður í raun.3. Þingmálakvótanum er úthlutað af forseta AlþingisEin öruggasta leiðin til að afla pólitísks kapítals er að fá mál samþykkt á Alþingi. Til að tryggja að stjórnarflokkarnir landi þeim afla að mestu sjálfir þá er óformlegur kvóti á fjölda þingmála sem forseti Alþingis úthlutar. Þó að almenn sátt sé um mikilvægt mál í samfélaginu þá verður það ekki samþykkt á Alþingi nema að sá sem leggur málið fram hafi þingmálakvóta og noti hann til að landa málinu.4. Mikið vald þingmanna er í höndum flokksforustunnarStjórnarskráin segir alþingismenn aðeins bundna af sannfæringu sinni. En lög um þingsköp, og aðrar leikreglur Alþingis, færa flokksforystunni svipuvald yfir samflokksmönnum á þingi. Óhlýðnum þingmönnum er sagt að þeir „þurfi ekkert að mæta á fundi þingflokksins“, þar sem þingstarf flokksins er skipulagt. Það er líka þingflokkurinn, ekki þingmaðurinn, sem á nefndarsætin og þingmálakvótann. Óhlýðinn þingmaður tapar tækifærum til áhrifa innan Alþingis og innan flokksins.5. Þekkingin sem er undirstaða valda býr hjá flokksforustunniÓbreyttur þingmaður sem kann leikreglur þingsins getur haft töluverð áhrif, þó að hann sé óhlýðinn. Fáir þingmenn kunna samt lög um þingsköp og aðrar reglur um innra starf þingsins, og hvað þá allar hinar óskrifuðu venjur og klæki. Gömlu refirnir og flokksforustan sem þeir styðja hafa meira vald í krafti þeirrar þekkingar.6. Meirihluti þingsins ræður, ekki meirihluti landsmanna, enn þáÞar til að landsmenn sjálfir fá málskotsréttinn milliliðalaust þá er málþóf minnihlutans í þinginu síðasta vörn landsmanna gegn yfirgangi stjórnarmeirihlutans. Málþóf er aðeins eins sterkt og réttlætingin fyrir því. Þeim mun afgerandi og þekktari sem vilji landsmanna er, þeim mun kostnaðarsamara er það fyrir þingmenn meirihlutans að stöðva málþófið.7. Að vanrækja forgangsmál landsmanna kostar mismikiðMálefnaleg, heiðarleg og ítrekuð áminning að um vanrækslu sé að ræða gerir hana kostnaðarsamari. Það er líka erfiðara fyrir þá sem hafa verið staðnir að vanrækslu að selja óvinsælar lausnir við vandamáli sem almennt er vitað að þeir sjálfir sköpuðu. Því betur sem landsmönnum er ljóst að heilbrigðisþjónustu hefur hrakað vegna vanrækslu stjórnvalda þeim mun pólitískt dýrara verður hvert einkavæðingarskref, og því færri verða stigin.8. Að tefja er oft það sama og sigra í pólitíkTöf á einu þingmáli þýðir að önnur mál komast framar í afgreiðsluferlinu. Tafir eiga það líka til að verða ótímabundnar svo mál daga uppi. Tafir á framlagningu og á vinnslu mála sem stjórnvöld og stjórnsýslan vilja fá samþykkt þýðir iðulega minni aðkomu og eftirlit í þinginu. Tímaþjófar í pólitík eru líklegri til að verða sér úti um pólitískt kapítal.9. Að stela veislunni og skilja reikninginn eftirPólitískt kapítal stjórnmálamanns eykst ef hann kemst upp með að eigna sér heiðurinn af vinsælum verkum annarra á meðan aðrir bera ábyrgð á skítverkunum. Ábyrgð hefur afgerandi áhrif á pólitískt kapítal stjórnmálamannsins. Það sem „virðist vera satt“ vegur þyngra í veski stjórnmálamannsins en sannleikurinn.10. Landsmenn munu í meiri mæli koma að málum sem þá varðaPólitískt vald er föst stærð. Það vald sem þjóðin vill fá milliliðalaust til sín, það missa stjórnmálamenn. En stjórnmálamaðurinn nær fram vilja sínum með pólitísku valdi. Valdbeiting skapar honum líka óteljandi tækifæri til að vinna sér inn pólitískt kapítal. Stjórnmálamaðurinn sleppir því ekki valdi nema hann telji kostnaðarsamara að halda í það. Aukinn þátttökuvilji landsmanna gerir það pólitískt kostnaðarsamara að halda landsmönnum frá ákvörðunum í málum sem þá varða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Markmið stjórnmálamanna eru misjöfn, rétt eins og leiðirnar sem þeir velja að þeim, en eitt eiga þeir sameiginlegt. Stjórnmálamenn vilja sitja á valdastóli, og flestir vilja þeir sitja sem fastast þar til stærri stóll er fáanlegur. Það skiptir því stjórnmálamenn sköpum, þegar nær dregur kosningu eða skipan í valdastöður, að vera álitinn ákjósanlegasti kosturinn hjá þeim sem ráða hver situr hvar. Slíkt álit má kalla pólitískt kapítal. Til að áætla og hafa áhrif á það hvernig stjórnmálamaður beitir áhrifum sínum og völdum þá er nauðsynlegt að sjá hvað veldur honum álitshnekki og kostar hann því pólitískt kapítal, og hvernig hann getur vaxið í áliti og orðið sér þannig úti um meira af því. Meðvitaður um þessar forsendur lærði ég tíu eftirfarandi lexíur í þingstarfinu.1. Gamla viðskiptamódel stjórnmálaflokkanna er ósjálfbæraraAð beita almannavaldi í þágu sérhagsmuna (sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu) í skiptum fyrir aðstoð við atkvæðaveiðar er ósjálfbærara í dag en það var. Með útbreiðslu internetsins þá er spilling oftar afhjúpuð og erfitt er að þagga niður umræðuna um hana á samfélagsmiðlum. Spillingarmál kosta pólitískt kapítal. Með auknu gegnsæi mun spilling í auknum mæli kosta meira en hún skilar.2. Valdið á Alþingi er samþjappaðNánast allt lögbundið vald á Alþingi liggur í þremur valdastöðum. 1. Forseti Alþingis, í umboði stjórnarmeirihlutans, hefur nánast alræðisvald á þingfundum þar sem mál eru rædd og endanlega afgreidd. 2. Formenn fastanefnda Alþingis, mestmegnis í umboði stjórnarflokkanna, fara í raun með alræðisvald yfir vinnslu mála í nefndunum. 3. Þingflokksformenn, í umboði flokksforustunnar, ráða miklu um það hvar og hvenær þingmenn taka þátt á nefndar- og þingfundum. - Mikill minnihluti stjórnarflokkanna á Alþingi ræður í raun.3. Þingmálakvótanum er úthlutað af forseta AlþingisEin öruggasta leiðin til að afla pólitísks kapítals er að fá mál samþykkt á Alþingi. Til að tryggja að stjórnarflokkarnir landi þeim afla að mestu sjálfir þá er óformlegur kvóti á fjölda þingmála sem forseti Alþingis úthlutar. Þó að almenn sátt sé um mikilvægt mál í samfélaginu þá verður það ekki samþykkt á Alþingi nema að sá sem leggur málið fram hafi þingmálakvóta og noti hann til að landa málinu.4. Mikið vald þingmanna er í höndum flokksforustunnarStjórnarskráin segir alþingismenn aðeins bundna af sannfæringu sinni. En lög um þingsköp, og aðrar leikreglur Alþingis, færa flokksforystunni svipuvald yfir samflokksmönnum á þingi. Óhlýðnum þingmönnum er sagt að þeir „þurfi ekkert að mæta á fundi þingflokksins“, þar sem þingstarf flokksins er skipulagt. Það er líka þingflokkurinn, ekki þingmaðurinn, sem á nefndarsætin og þingmálakvótann. Óhlýðinn þingmaður tapar tækifærum til áhrifa innan Alþingis og innan flokksins.5. Þekkingin sem er undirstaða valda býr hjá flokksforustunniÓbreyttur þingmaður sem kann leikreglur þingsins getur haft töluverð áhrif, þó að hann sé óhlýðinn. Fáir þingmenn kunna samt lög um þingsköp og aðrar reglur um innra starf þingsins, og hvað þá allar hinar óskrifuðu venjur og klæki. Gömlu refirnir og flokksforustan sem þeir styðja hafa meira vald í krafti þeirrar þekkingar.6. Meirihluti þingsins ræður, ekki meirihluti landsmanna, enn þáÞar til að landsmenn sjálfir fá málskotsréttinn milliliðalaust þá er málþóf minnihlutans í þinginu síðasta vörn landsmanna gegn yfirgangi stjórnarmeirihlutans. Málþóf er aðeins eins sterkt og réttlætingin fyrir því. Þeim mun afgerandi og þekktari sem vilji landsmanna er, þeim mun kostnaðarsamara er það fyrir þingmenn meirihlutans að stöðva málþófið.7. Að vanrækja forgangsmál landsmanna kostar mismikiðMálefnaleg, heiðarleg og ítrekuð áminning að um vanrækslu sé að ræða gerir hana kostnaðarsamari. Það er líka erfiðara fyrir þá sem hafa verið staðnir að vanrækslu að selja óvinsælar lausnir við vandamáli sem almennt er vitað að þeir sjálfir sköpuðu. Því betur sem landsmönnum er ljóst að heilbrigðisþjónustu hefur hrakað vegna vanrækslu stjórnvalda þeim mun pólitískt dýrara verður hvert einkavæðingarskref, og því færri verða stigin.8. Að tefja er oft það sama og sigra í pólitíkTöf á einu þingmáli þýðir að önnur mál komast framar í afgreiðsluferlinu. Tafir eiga það líka til að verða ótímabundnar svo mál daga uppi. Tafir á framlagningu og á vinnslu mála sem stjórnvöld og stjórnsýslan vilja fá samþykkt þýðir iðulega minni aðkomu og eftirlit í þinginu. Tímaþjófar í pólitík eru líklegri til að verða sér úti um pólitískt kapítal.9. Að stela veislunni og skilja reikninginn eftirPólitískt kapítal stjórnmálamanns eykst ef hann kemst upp með að eigna sér heiðurinn af vinsælum verkum annarra á meðan aðrir bera ábyrgð á skítverkunum. Ábyrgð hefur afgerandi áhrif á pólitískt kapítal stjórnmálamannsins. Það sem „virðist vera satt“ vegur þyngra í veski stjórnmálamannsins en sannleikurinn.10. Landsmenn munu í meiri mæli koma að málum sem þá varðaPólitískt vald er föst stærð. Það vald sem þjóðin vill fá milliliðalaust til sín, það missa stjórnmálamenn. En stjórnmálamaðurinn nær fram vilja sínum með pólitísku valdi. Valdbeiting skapar honum líka óteljandi tækifæri til að vinna sér inn pólitískt kapítal. Stjórnmálamaðurinn sleppir því ekki valdi nema hann telji kostnaðarsamara að halda í það. Aukinn þátttökuvilji landsmanna gerir það pólitískt kostnaðarsamara að halda landsmönnum frá ákvörðunum í málum sem þá varða.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun