Erlent

Kerry segir liðsmenn Isis vera siðblind skrímsli

Kerry fyrir utan bandaríska sendiráðið í París.
Kerry fyrir utan bandaríska sendiráðið í París. Vísir/AFP
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að vígamenn Isis samtakanna séu siðblind skrímsli. Hann segir að ekki sé um baráttu tveggja siðmenninga að ræða, eins og sumir haldi fram, enda sé ekkert siðfágað við þá og þeirra hugmyndafræði.

Kerry er nú staddur í París til að ræða við Francois Hollande Frakklandsforseta og segir hann að Bandaríkjamenn muni standa öxl við öxl með Frökkum í baráttunni við Isis. Hollande ítrekaði eftir fund þeirra þá ákvörðun Frakka að herða mjög á stríðsrekstrinum gegn ISIS, bæði í Sýrlandi og í Írak.

Frakkar héldu áfram loftárásum á borgina Raqqa í nótt, sem er höfuðvígi Isis samtakanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×