Erlent

Réðust til atlögu gegn hryðjuverkamönnum í París í nótt

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, á vettvangi í París.
Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, á vettvangi í París. VÍSIR/SIGURJÓN ÓLASON
Lögregluaðgerðir hófust í St. Denis hverfinu í París kl. hálffimm í nótt í íbúð sem talið er hafa verið verustaður hryðjuverkamanna sem tóku þátt í skipulagningu árásanna á föstudag. Sjö sprengingar heyrðust á vettvangi.

Að minnsta kosti tveir féllu í þessum aðgerðum frönsku lögreglunnar. Þar á meðal ein kona sem féll fyrir eigin hendi þegar hún virkjaði sjálfsmorðsprengjuvesti.

Grunur leikur á að Abdelhamid Abaaoud, sem er talinn höfuðpaurinn í skipulagningu hryðjuverkaárásannna á föstudag, hafi verið meðal þeirra sem dvöldu í íbúðinni en það hefur ekki fengist staðfest. Hingað til var talið að hann væri í Sýrlandi. Þessar fréttir hafa vakið mikinn óhug meðal Parísarbúa enda óþægilegt til þess að vita að eftirlýstur hryðjuverkamaður hafi getað um frjálst höfuð strokið í borginni.

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður eru á vettvangi í St. Denis og muni flytja fréttir af málinu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×