Erlent

Skírlífir franskir hommar megi gefa blóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Réttindasamtök segja að þrátt fyrir nýju lögin sé enn verið að mismuna samkynhneigðum mönnum.
Réttindasamtök segja að þrátt fyrir nýju lögin sé enn verið að mismuna samkynhneigðum mönnum. Vísir/AFP

Yfirvöld í Frakklandi ætla að afnema bann gegn blóðgjöfum samkynhneigðra karlmanna þar í landi. Til þess að mega gefa blóð þurfa samkynhneigðir þó að forðast kynlíf í tólf mánuði. Bannið hefur verið í gildi frá árinu 1983, þegar það var sett á til að hægja á útbreiðslu alnæmis.

Ætli samkynhneigðir menn einungis að gefa blóðvökva þurfa þeir að hafa sleppt kynlífi í fjóra mánuði, eða vera í föstu sambandi. AFP fréttaveitan hefur eftir Marisol Touraine, heilbrigðisráðherra Frakklands, að sérfræðingar muni svo endurmeta lögin árið 2017.

Réttindasamtök segja að þrátt fyrir nýju lögin sé enn verið að mismuna samkynhneigðum mönnum, þar sem engin skilyrði séu um skírlífi hjá gagnkynhneigðum mönnum og konum.

Á níunda áratuginum lét fjöldi fólks lífið úr alnæmi eftir að smitað blóð fór þar í dreifingu. Blóðið var einnig flutt til annarra landa þar sem fleiri dóu. Málið þykir viðkvæmt þar í landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.