Viðskipti innlent

Veltumet ársins slegið aftur

Sæunn Gísladóttir skrifar
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í gær að vaxtahækkun hafa komið fólki í opna skjöldu.
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í gær að vaxtahækkun hafa komið fólki í opna skjöldu. Vísir/GVA
Heildarvelta í Kauphöllinni nam 37,9 milljörðum króna og sló veltumet gærdagsins um rúma tvo milljarða. Velta með skulabréf nam 33,4 milljörðum króna en velta með hlutabréf nam 4,3 milljörðum króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,15 prósent í dag og var lokagildi hennar 1.838,2 stig. Hún hefur hækkað um 40 prósent frá áramótum. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,8 prósent.

Mikið var um lækkanir á markaði í dag hlutabréf Sjóvá lækkaði mest eða um 1,28 prósent í tæplega 90 milljón króna veltu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×