Klikkuð körfuboltakvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2015 07:00 Barátta sjónvarpsstöðvanna er hörð á föstudagskvöldum þar sem félagarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann bjóða þekktum Íslendingum í sófana sína og reyna að keppa við raunveruleikaþáttinn The Voice á Skjá einum. Sjálfur er ég hvorki aðdáandi raunveruleikaþátta né spjallþátta og átti þar til síðastliðinn föstudag ekki von á því að föstudagskvöld yrðu sjónvarpskvöld. Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eru farin í loftið. Þættirnir verða fastur liður á föstudagskvöldum í vetur og munu einnig lauma sér inn á mánudagskvöldum allt eftir því hvenær leikir fara fram. Karla- og kvennaboltinn fá umfjöllun þótt það sé ekkert leyndarmál að karlaboltinn fær meiri athygli. Ég hef lengi vitað að þátturinn væri í smíðum en var alls ekkert sannfærður um að það væri markaður fyrir hann. Stöð 2 Sport er áskriftarstöð og ef áhuginn er ekki nægur þá er ekki forsenda fyrir þættinum enda framleiðslukostnaður heilmikill. Sömuleiðis var ég ekkert sannfærður um að stórvinur minn, Kjartan Atli Kjartansson, væri maðurinn í stjórnandasætið. Taldi svo málglaðan og fróðan mann passa í sérfræðingasætið. Svo má lengi deila um hvaða menn passi best í stól sérfræðinga og á því hafði ég auðvitað líka skoðun. Eftir tvo þætti er ég orðinn stuðningsmaður númer eitt. Kjartan Atli fer á kostum og sérfræðingarnir sömuleiðis. Þátturinn er ekki eftirlíking af Pepsi-mörkunum heldur hefur sína sérstöðu og er að mörgu leyti frumlegur. Gríðarleg undirbúningsvinna fer í hvern þátt og þar stýrir skútunni Garðar Örn Arnarson. Ef Körfuboltakvöld er ekki komið til að vera í sjónvarpi þá er eitthvað mikið að. Betri þáttur um íslenskan körfubolta verður í það minnsta ekki gerður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Barátta sjónvarpsstöðvanna er hörð á föstudagskvöldum þar sem félagarnir Gísli Marteinn og Logi Bergmann bjóða þekktum Íslendingum í sófana sína og reyna að keppa við raunveruleikaþáttinn The Voice á Skjá einum. Sjálfur er ég hvorki aðdáandi raunveruleikaþátta né spjallþátta og átti þar til síðastliðinn föstudag ekki von á því að föstudagskvöld yrðu sjónvarpskvöld. Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport eru farin í loftið. Þættirnir verða fastur liður á föstudagskvöldum í vetur og munu einnig lauma sér inn á mánudagskvöldum allt eftir því hvenær leikir fara fram. Karla- og kvennaboltinn fá umfjöllun þótt það sé ekkert leyndarmál að karlaboltinn fær meiri athygli. Ég hef lengi vitað að þátturinn væri í smíðum en var alls ekkert sannfærður um að það væri markaður fyrir hann. Stöð 2 Sport er áskriftarstöð og ef áhuginn er ekki nægur þá er ekki forsenda fyrir þættinum enda framleiðslukostnaður heilmikill. Sömuleiðis var ég ekkert sannfærður um að stórvinur minn, Kjartan Atli Kjartansson, væri maðurinn í stjórnandasætið. Taldi svo málglaðan og fróðan mann passa í sérfræðingasætið. Svo má lengi deila um hvaða menn passi best í stól sérfræðinga og á því hafði ég auðvitað líka skoðun. Eftir tvo þætti er ég orðinn stuðningsmaður númer eitt. Kjartan Atli fer á kostum og sérfræðingarnir sömuleiðis. Þátturinn er ekki eftirlíking af Pepsi-mörkunum heldur hefur sína sérstöðu og er að mörgu leyti frumlegur. Gríðarleg undirbúningsvinna fer í hvern þátt og þar stýrir skútunni Garðar Örn Arnarson. Ef Körfuboltakvöld er ekki komið til að vera í sjónvarpi þá er eitthvað mikið að. Betri þáttur um íslenskan körfubolta verður í það minnsta ekki gerður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun