Enski boltinn

Ings ekki meira með Liverpool á tímabilinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Danny Ings verður lengi frá.
Danny Ings verður lengi frá. vísir/getty
Danny Ings, framherji Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, er með slitið krossband í hné og verður ekki meira með Liverpool á tímabilinu.

Ings sleit krossband á fyrstu æfingu Liverpool undir stjórn Þjóðverjans Jürgens Klopps og verður að minnsta kosti frá í hálft ár.

Ings virtist vera kominn í gang með Liverpool-liðinu, en hann var búinn að skora þrjú mörk og hafði unnið sér inn sæti í enska landsliðinu áður en hann meiddist.

Þessi kraftmikli framherji sló í gegn með Burnley á síðustu leiktíð og var keyptur til Liverpool í sumar.

Þetta er annað áfallið fyrir Klopp á tveimur dögum, en í gærð varð það ljóst að Joe Gomez, varnarmaðurinn ungi, verður lengi frá vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×