Erlent

Gífurleg flóð í Filippseyjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA

Þrátt fyrir að dregið hafi úr styrk fellibylsins Koppu í Filippseyjum, fylgir honum mikil rigning og eru þorp komin á kaf. Minnst 16 eru látnir og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. Hermenn hafa verið kallaðir út til að bjarga fólki sem situr fast á húsþökum.

Yfirvöld í Filippseyjum óttast að þessi mikla rigning muni jafnvel valda aurskriðum, en samkvæmt spám mun rigna áfram í nokkra daga. Koppu er næst stærsti fellibylurinn sem lendir á Filippseyjum í ár. Hann skall á ströndum eyjanna á sunnudaginn en fer mjög hægt yfir.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur rigningin og flóðin valdið miklum skemmdum á landbúnaðarsvæðum á austurströnd Luzon eyjunnar. Þá er búist við að fjöldi látinna muni aukast verulega, en lítið er vitað um afdrif margra afskekktra þorpa í Filippseyjum.

Um tuttugu óveður fara yfir eyjarnar á ári hverju. Árið 2013 létust eða týndust minnst 7.350 manns þegar Haiyan fór yfir Filippseyjar.

Uppfært 10:50
Fyrst stóð í fréttinni að minnst tveir væru látnir, en sú tala er nú komin í 16.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.