Sigrún Sjöfn samdi við Grindavíkurliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2015 18:41 Lórenz Óli Ólason, formaður Kkd. UMFG og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir handsala samninginn Mynd/Fésbókarsíða Grindavíkur Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur ákveðið að spila með Grindavík í Domino‘ s deild kvenna í kröfubolta í vetur en Grindvíkingar tilkynntu um þetta á fésbókarsíðu sinni í kvöld. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkir fyrir Grindavíkurliðið sem er nú ekki árennilegt enda hafa margir sterkir leikmenn gengið til liðs við liðið í haust. Sigrún Sjöfn hefur verið í hópi bestu körfuboltakvenna síðustu ár og fastamaður í íslenska landsliðinu en í fyrravetur lék hún með sænska liðinu Norrköping. Sigrún var ekki áfram hjá sænska liðinu og hefur í haust spilað með uppeldisfélagi sínu Skallagrími. Sigrún var meðal annars með 31,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Borgarnesliðsins í 1. deildinni. „Það er okkur Grindvíkingum gífurleg ánægja að kynna til leiks Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Það vita allir sem fylgjast með körfubolta hér á landi hversu öflug hún er. Þetta teljum við vera loka púslið í kvennalið okkar og stefnan ætti að teljast nokkuð augljós. Við ætlum að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru. Við bjóðum hana velkomna til leiks," segir á fésbókarsíðu Grindavíkur sem og á heimasíðu Grindavíkur. Sigrún Sjöfn er 27 ára gömul en hún steig sín fyrstu spor með Haukum í efstu deild en hefur einnig spilað með Hamar og KR í efstu deild. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Haukum og spilaði einnig til úrslita um titilinn sem leikmaður Hamars og KR. Grindavík vann stórsigur á Haukum í fyrsta leik sínum í Domino´s deildinni þrátt fyrir að leika án nokkurra lykilmanna og koma Sigrúnar þýðir að Grindavík ætlar sér að berjast um titlana í kvennakörfunni í vetur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur ákveðið að spila með Grindavík í Domino‘ s deild kvenna í kröfubolta í vetur en Grindvíkingar tilkynntu um þetta á fésbókarsíðu sinni í kvöld. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkir fyrir Grindavíkurliðið sem er nú ekki árennilegt enda hafa margir sterkir leikmenn gengið til liðs við liðið í haust. Sigrún Sjöfn hefur verið í hópi bestu körfuboltakvenna síðustu ár og fastamaður í íslenska landsliðinu en í fyrravetur lék hún með sænska liðinu Norrköping. Sigrún var ekki áfram hjá sænska liðinu og hefur í haust spilað með uppeldisfélagi sínu Skallagrími. Sigrún var meðal annars með 31,5 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Borgarnesliðsins í 1. deildinni. „Það er okkur Grindvíkingum gífurleg ánægja að kynna til leiks Sigrúnu Sjöfn Ámundadóttur. Það vita allir sem fylgjast með körfubolta hér á landi hversu öflug hún er. Þetta teljum við vera loka púslið í kvennalið okkar og stefnan ætti að teljast nokkuð augljós. Við ætlum að gera atlögu að öllum þeim titlum sem í boði eru. Við bjóðum hana velkomna til leiks," segir á fésbókarsíðu Grindavíkur sem og á heimasíðu Grindavíkur. Sigrún Sjöfn er 27 ára gömul en hún steig sín fyrstu spor með Haukum í efstu deild en hefur einnig spilað með Hamar og KR í efstu deild. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Haukum og spilaði einnig til úrslita um titilinn sem leikmaður Hamars og KR. Grindavík vann stórsigur á Haukum í fyrsta leik sínum í Domino´s deildinni þrátt fyrir að leika án nokkurra lykilmanna og koma Sigrúnar þýðir að Grindavík ætlar sér að berjast um titlana í kvennakörfunni í vetur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti