Erlent

Fá Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á lagfæringum fruma á erfðaefni

Atli Ísleifsson skrifar
Lindahl starfar við Princeton-háskóla og Karolinska í Stokkhólmi, Modrich við Duke-háskólann í Bandaríkjunum og Sancar við Háskólann í Norður-Karólínu.
Lindahl starfar við Princeton-háskóla og Karolinska í Stokkhólmi, Modrich við Duke-háskólann í Bandaríkjunum og Sancar við Háskólann í Norður-Karólínu. Mynd/Twitter
Svíinn Tomas Lindahl, Bandaríkjamaðurinn Paul Modrich og Tyrkinn Aziz Sancar hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði í ár. Mennirnir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á lagfæringum fruma á erfðaefni.

Sænska Nóbelsnefndin greindi frá þessu á fréttamannafundi sínum í Stokkhólmi í morgun.

Lindahl starfar við Princeton-háskóla og Karolinska í Stokkhólmi, Modrich við Duke-háskólann í Bandaríkjunum og Sancar við Háskólann í Norður-Karólínu.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að starf þrímenninganna hafi veitt mönnum aukna þekkingu á með hvaða hætti lifandi frumur virka og geta rannsóknir þeirra nýst við þróun krabbameinsmeðferða.

Nóbelsverðlaunin í efnafræði féllu á síðasta ári í skaut vísindamannanna Eric Betzig, Stefan W. Hell og William E. Moerner. Þeir hlutu verðlaunin fyrir ljóssmásjártækni sem gefur miklu meiri upplausn en áður var talin möguleg. Tæknin gerir vísindamönnum meðal annars kleift að kafa inn í frumur, fylgjast með prótínum og öðrum sameindum og hreyfingum fruma og innviða þeirra.


Tengdar fréttir

Lyf sem gagnast milljónum

Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×