Innlent

Maðurinn sem lést var frá Ísrael

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var hluti af hópi ferðamanna á leið um Íslands.
Maðurinn var hluti af hópi ferðamanna á leið um Íslands.
Ferðamaðurinn sem lést þegar hann féll fram af klettum við vestanverðan Svínafellsjökull á öðrum tímanum í gær var 65 ára gamall Ísraelsmaður. The Israeli Post greinir frá þessu.

Maðurinn var hluti af hópi ferðamanna á leið um Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi fékk samferðafólk mannsins áfallahjálp. Lögreglan hefur slysið til rannsóknar.

Í frétt ísraelska miðilsins kemur fram að ættingjum mannsins hafi verið greint frá andláti hans. Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur verið í sambandi við sendiráð Ísraels í Noregi til að skipuleggja flutning líksins til Ísrael.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×