Viðskipti erlent

Stjórn Volkswagen skipar nýjan framkvæmdastjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Matthias Mueller hefur verið framkvæmdastjóri Porsche frá árinu 2010. Hann er talinn líklegastur til að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Volkswagen.
Matthias Mueller hefur verið framkvæmdastjóri Porsche frá árinu 2010. Hann er talinn líklegastur til að taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá Volkswagen. Vísir/AFP
Stjórn þýska bílarisans Volkswagen kemur saman í dag til að skipa nýjan framkvæmdastjóra og gera aðrar breytingar sem snerta rekstur fyrirtækisins.

Líklegast er talið að Matthias Mueller, framkvæmdastjóri Porsche, verði fenginn til að taka við framkvæmdastjórastöðunni af Martin Winterkorn.

BBC greinir frá því að búist sé við að nokkur fjöldi háttsettra innan fyrirtækisins verði látnir fara vegna hneykslisins sem má rekja til þess að hugbúnaður hafi verið settur í bílinn sem skynjar hvenær verið er að skoða bílinn. Við skoðun setur hugbúnaðurinn í gang síur sem draga úr útblæstri. Eftir skoðun, og á meðan bíllinn er í venjulegum akstri, sér hugbúnaðurinn til þess að slökkt er á síunni. Ástæðan er sú að búnaðurinn sem dregur úr útblæstrinum eykur eldsneytisþörfina og gerir bílinn hæg­skreiðari.

Reiknað er með frekari upplýsingar um svindlið verði gerðar opinberar síðar í dag.


Tengdar fréttir

Vísbendingar um frekari blekkingar

Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×