Bílar

Müller nýr forstjóri Volkswagen

Sæunn Gísladóttir skrifar
Matthias Müller, forstjóri Porsche, hefur verið ráðinn nýr forstjóri Volkswagen.
Matthias Müller, forstjóri Porsche, hefur verið ráðinn nýr forstjóri Volkswagen. Vísir/Getty
Matthias Müller var rétt í þessu á stjórnarfundi Volkswagen skipaður nýr forstjóri Volkswagen. Müller hefur verið forstjóri Porsche, sem er í eigu Volkswagen, undanfarin fimm ár. Eins og Vísir greindi frá sagði Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen af sér á miðvikudaginn eftir að upp komst um díselsvindl hjá bílframleiðandanum. 

Stjórn Volkswagen mun líklega segja upp öðrum lykilmönnum innan Volkswagen síðar í dag, vegna hneykslismálsins.

Muller sem er 62 ára gamall hefur unnið hjá Volkswagen í marga áratugi.

Sky News greindi frá þessu fyrst. Í upptöku af fundinum á vefi Sky kemur fram að fyrirtækið vinni nú hörðum höndum að því að endurvinna traust viðskiptavina sinna, og biður það um annað tækifæri til þess.


Tengdar fréttir

Vísbendingar um frekari blekkingar

Martin Winterkorn, forstjóri Volkswagen-verksmiðjanna, sagði upp störfum í gær. Starfsmaður Umhverfisstofnunar segist hafa upplýsingar um að amerískir dísilvélaframleiðendur hafi notað sambærilegan hugbúnað og Volkswagen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×