Fótbolti

Hörður Björgvin aftur til Cesena

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður í baráttunni við Rodrigo Palacio, leikmann Inter.
Hörður í baráttunni við Rodrigo Palacio, leikmann Inter.

Hörður Björgvin Magnússon skrifaði í dag undir eins árs lánssamning við ítalska B-deildarliðið Cesena. Mbl.is greinir frá.

Hörður er samningsbundinn Ítalíumeisturum Juventus og hefur verið síðan 2011. Hann var lánaður til B-deildarliðs Spezia tímabilið 2013-14 en á síðasta tímabili lék hann sem lánsmaður með Cesena í ítölsku úrvalsdeildinni.

Hörður lék 12 leiki með Cesena í fyrra en liðið lenti í 19. sæti og féll úr deildinni.

Í lánssamningi Harðar, sem er uppalinn hjá Fram, er klásúlu þess efnis að Cesena geti keypt hann á 1,3 milljónir evra vinni liðið sér sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Hörður, sem leikur annað hvort í stöðu miðvarðar eða vinstri bakvarðar, hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Ísland, auk fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.