Viðskipti erlent

Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt.
Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt. Vísir/AFP
Bankar í Grikklandi munu opna á ný næstkomandi mánudag. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Fréttirnar koma í kjölfar fregna af því að lánardrottnar gáfu grænt ljós á sjö milljarða brúarlán til grískra stjórnvalda í morgun.

Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn.

Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu.

Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×