Viðskipti erlent

Kaldur veruleiki Grikkja

Engin önnur þjóð í Evrópusambandinu hefur verið leikin eins grátt af efnahagskreppunni og Grikkland. Veruleikinn sem blasir við Grikkjum í upphafi hvers dags er að bíða í langri biðröð eftir að komast í hraðbanka til að taka út evrur, en hámarkið er sextíu evrur á sólarhring, fyrir hvern einstakling.

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er staddur í Aþenu. Hann ræddi þar við íbúa Aþenu sem og vara umhverfis- og orkumálaráðherra Grikkja. Sá er sjálfur fórnarlamb kreppunnar en hann þurfti að hætta sem prófessor í efnafræði og snúa sér að stjórnmálum í hruninu.

Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun

Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel.

Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósi

Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×