Viðskipti erlent

Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja

Atli Ísleifsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán.

Þetta kemur fram í frétt NBC. Grikklandsstjórn hafði lagt til að dragið yrði úr lífeyrisgreiðslum og skattar hækkaðir, en tillögurnar þykja ekki ganga nógu langt.

Vonir stóðu til að samkomulag myndi nást milli Grikklandsstjórnar og alþjóðlegra lánadrottna, en Grikkland er í brýnni þörf fyrir fjármagn þar sem opinberir sjóðir eru nær tómir. Lánadrottnar hafa neitað grískum stjórnvöldum um frekari lánagreiðslur, nema komi til frekari niðurskurðar og aðhaldsaðgerða.

Tsipras segir mjög sérstakt að lánadrottnar hafi hafnað tillögum stjórnar sinnar. Segir hann að afstaða lánadrottna gæti ýmist skýrst af því að þeir vilji einfaldlega ekki ná samkomulagi, eða þá að þeir þjóni hagsmunum ákveðinna afla í Grikklandi.


Tengdar fréttir

Klukkan tifar á skuldavanda Grikkja

Banka­stjóri stærsta banka lands­ins, seg­ir að það yrði "brjálæði“ ef grísk stjórnvöld komast ekki að samkomulagi um skuldavanda landsins fyrir mánaðamót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×