Fótbolti

Aron Elís byrjaði á stoðsendingu og sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís byrjar vel í norska boltanum.
Aron Elís byrjar vel í norska boltanum. vísir/heimasíða Álasund
Aron Elís Þrándarson lagði upp fyrsta mark Álasund í 2-1 sigri á FK Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arons fyrir félagið í deildinni.

Aron gekk í raðir Álasund fyrir tímabilið frá Víkingi, en hann hefur glímt við meiðsli á tímabilinu. Hann lagði upp fyrra mark Álasundar fyrir Peter Orry Larsen, en Aron fór af velli á 71. mínútu.

Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekknum, en Álasund er í tíunda sæti deildarinnar.

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Start sem tapaði 0-1 á heimavelli gegn Strømsgodset. Eina mark leiksins kom eftir sjötíu mínútur, en Start er í tólfta sætinu - þremur stigum frá fallsæti eftir tólf umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×