Fótbolti

Aron Elís byrjaði á stoðsendingu og sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Elís byrjar vel í norska boltanum.
Aron Elís byrjar vel í norska boltanum. vísir/heimasíða Álasund

Aron Elís Þrándarson lagði upp fyrsta mark Álasund í 2-1 sigri á FK Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Arons fyrir félagið í deildinni.

Aron gekk í raðir Álasund fyrir tímabilið frá Víkingi, en hann hefur glímt við meiðsli á tímabilinu. Hann lagði upp fyrra mark Álasundar fyrir Peter Orry Larsen, en Aron fór af velli á 71. mínútu.

Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekknum, en Álasund er í tíunda sæti deildarinnar.

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Start sem tapaði 0-1 á heimavelli gegn Strømsgodset. Eina mark leiksins kom eftir sjötíu mínútur, en Start er í tólfta sætinu - þremur stigum frá fallsæti eftir tólf umferðir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.