Innlent

Bein útsending klukkan 22: Afnám hafta á dagskrá Alþingis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ráðherrar fengu fyrst að sjá frumvörp um afnám hafta á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Kastljósið mun beinast að fjármálaráðherra í kvöld.
Ráðherrar fengu fyrst að sjá frumvörp um afnám hafta á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Kastljósið mun beinast að fjármálaráðherra í kvöld. fréttablaðið/pjetur
Boðað hefur verið til þingfundar klukkan 22 í kvöld þar sem gera má ráð fyrir því að frumvörp um afnám gjaldeyrishafta verði til umræðu. Höftin hafa verið við lýði frá falli bankanna í október 2008 eða í vel á sjöunda ár.

Bein útsending frá fundinum verður hér á Vísi, í spilaranum neðst í fréttinni, og hefst hún klukkan 22

Fundur í efnahags- og viðskiptanefnd fór fram klukkan 17 og í kjölfarið fundaði ríkisstjórn vegna málsins. Þá funduðu þingflokkarnir í aðdraganda þess að Einar K. Guðfinnsson setti þingfund klukkan 22. 

Hér má lesa frumvarpið sem umræðan í kvöld á Alþingi snýst um.


Tengdar fréttir

Afnám hafta sett í lög í þessum mánuði

Frumvörp um afnám hafta voru kynnt í ríkisstjórn í gær. Á að samþykkja á Alþingi í þessum mánuði. Brýnt hefur verið fyrir ráðamönnum að tala varlega um tekjur sem myndast. Horft til niðurgreiðslu skulda. Málið verður kynnt eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×