Erlent

Bjargaði sér úr haldi mannræningja með Pizza Hut appi - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP

Bandarísk kona sýndi mikið snarræði í gær þegar hún bjargaði sér og þremur börnum sínum úr haldi vopnaðs manns með Pizza Hut appi. Fyrrverandi kærasti Cheryl Treadway, Ethan Nickerson, hélt henni og börnum hennar á heimili hennar, en hann var vopnaður hníf. Hún fékk leyfi hjá honum til að panta pítsur fyrir þau og börnin.

Cheryl pantaði pítsu með pepperóní og hvítlauk í gegnum app. Ethan hafði tekið símann af henni fyrr um daginn, en lét hana fá hann til að panta. Að því loknu tók hann símann aftur.

Þar sem henni stóð til boða að skrifa upplýsingar um hvernig sendill ætti að koma pítsunni til þeirra skrifaði hún: „Please help. Get 911 to me“. Skilaboðin „911hostage help“ fylgdu einnig.

Kokkurinn Alonia Hawk sá skilaboðin og hringdi yfirmaður hennar strax á lögregluna. Fjallað er um málið á wtsp.com. Sjónvarpsfrétt þeirra má sjá hér að neðan.

Þegar lögreglan kom að húsi Cheryl tókst henni að hlaupa út með eitt barn, en tvö börn hennar og Ethan voru enn inni. Um 20 mínútum síðar tókst lögreglunni að ná honum úr húsinu án vandræða. Hann var handtekinn og hefur verið ákærður fyrir fjölda brota, þar á meðal fyrir frelsissviptingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.