Erlent

Spítalar í Katmandú komnir að þolmörkum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Uppbygging mun taka langan tíma í Nepal.
Uppbygging mun taka langan tíma í Nepal. Vísir/EPA
 Enn finna leitarsveitir fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal. Sjúkrahús í höfuðborginni Katmandú eru komin að þolmörkum. Sjálfboðaliðar hvaðanæva að úr heiminum hafa komið til aðstoðar.

Fórnarlömb skjálftans eru mörg hver flutt til höfuðborgarinnar um langan veg þar sem erfitt var fyrir leitarsveitir að komast að afskekktum svæðum landsins dagana eftir skjálftann. Hann varð þann 25. apríl síðastliðinn. Bir spítali í Katmandú er kominn að þolmörkum.

Læknarnir vinna 24 tíma vaktir og hjúkrunarfræðingar 12 tíma vaktir. Bir spítali er annar stærstu spítala í Katmandú. Margir erlendir sjálfboðaliðar hjálpa heimamönnum hreinlega við að halda spítalanum gangandi. Þetta kemur fram á fréttavefnum Al Jazeera. Sjálfboðaliðarnir starfa á öllum stöðvum og vinna við allt frá móttöku og liðveislu að því að hjálpa til við skurðaðgerðir.

Tæplega 8000 manns létust í jarðskjálftanum sem var 7.8 stig. Tugþúsundir manna eru særðir og hafa margir misst heimili sín. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×