Erlent

Leiðtogi UKIP náði ekki kjöri

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Farage sagði fyrir kosningarnar að hann myndi segja af sér sem leiðtogi UKIP næði hann ekki kjöri sjálfur.
Farage sagði fyrir kosningarnar að hann myndi segja af sér sem leiðtogi UKIP næði hann ekki kjöri sjálfur. Vísir/AFP
Nigel Farage, leiðtogi Sjálfstæðisflokks Bretlands, UKIP, náði ekki kjöri í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Hann tapaði í SouthThanet fyrir frambjóðanda Íhaldsflokksins.



Þegar búið er að telja atkvæði í 636 af 650 kjördæmum landsins er UKIP aðeins með eitt þingsæti.



Farage sagði fyrir kosningarnar að hann myndi segja af sér sem leiðtogi UKIP næði hann ekki kjöri sjálfur. Aðspurður af Guardian í morgun um hvort hann myndi segja af sér svaraði hann: „Ertu að kalla mig lygara? Ég hef aldrei gengið á bak orða minna.“



Flokkurinn náði þó talsverðu fylgi en vegna kosningakerfisins í Bretlandi tryggir það þeim ekki nema eitt þingsæti. UKIP var næst stærsti flokkurinn í 90 kjördæmum og fékk, samkvæmt nýjustu tölum, um 12 prósent atkvæða á landsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×