Körfubolti

Þriðju lokaúrslit Gunnhildar á fjórum árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Gunnhildur Gunnarsdóttir. Vísir/Vilhelm
Gunnhildur Gunnarsdóttir, bakvörður Snæfellsliðsins, verður í stóru hlutverki í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna í körfubolta þar sem Gunnhildur og félagar mæta Keflavík.

Fyrsti leikur Snæfells og Keflavíkur hefst klukkan 19.15 í kvöld í Stykkishólmi.

Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur átt frábært tímabil en hún er með 12,1 stig, 5,1 fráköst og 2,7 stoðsendingar að meðtali í 32 leik í deild og úrslitakeppni.

Gunnhildur er eini leikmaður liðanna tveggja í úrslitaeinvíginu í ár sem er mætt í sín þriðju lokaúrslit frá og með árinu 2012. Þetta verða aftur á móti hennar fyrstu lokaúrslit í búningi Snæfells.

Gunnhildur, sem er úr Stykkishólmi, var í liði Haukar í úrslitaeinvíginu 2012 og 2014. Í bæði skiptin varð Gunnhildur að sætta sig við silfrið þar af í fyrra eftir tap á móti Snæfelli.

Flestir leikir í lokaúrslitum kvenna frá 2012 til 2014

7 - Gunnhildur Gunnarsdóttir

7 - Margrét Rósa Hálfdanardóttir

7 - Lele Hardy

7 - Auður Íris Ólafsdóttir

7 - Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir

7 - Ína María Einarsdóttir

5 - Lovísa Björt Henningsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×