Íslenski boltinn

Breiðablik í átta liða úrslit Lengjubikarsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnþór Ari með boltann í leiknum.
Arnþór Ari með boltann í leiknum. vísir/getty

Breiðablik tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins með öruggum 4-0 sigri á BÍ/Bolungarvík.

Ellert Hreinsson, Ismar Tandir, Olgeir Sigurgeirsson og Arnþór Ari Atlason voru á skotskónum fyrir Breiðablik sem átti ekki í miklum vandræðum í leiknum.

Tveir leikmenn gestanna fengu að líta reisu passann, en rauðu spjöldin komu í sitthvorum hálfleiknum. Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá fótbolti.net.

Breiðablik er á toppi riðilsins með 16 stig. Þeir hafa unnið fimm af sjö leikjum sínum, gert eitt jafntefli og tapað einum. BÍ/Bolungarvík er á botninum með 0 stig eftir sjö leiki og markatöluna -26.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.