Innlent

Líf og fjör á Aldrei fór ég suður - Myndir

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Hafþór
„Þetta er búið að vera frábært og það er búið að ganga rosalega vel. Það hefur allt verið til fyrirmynda, hvort sem það eru gestir, veðrið eða við sjálf,“ segir Birna Jónasdóttir, rokkastjóri Aldrei fór ég suður. Hún segir að mikið líf og fjör hafi verið í bænum. „Ég held þetta hafi gengið eins og vel smurð vél.“

Birna Jónasdóttir, rokkstjóri.Vísir/Samúel
Birna segir erfitt að segja til um hve margir hafi verið á hátíðinni, þar sem ekki séu seldir neinir miðar eða slíkt. Hins vegar telur hún að gestir hátíðarinnar hafi verið um þrjú þúsund.

„Þegar Valgeir Guðjóns, heiðursgestur hátíðarinnar, var á sviðinu held ég að um tvö þúsund manns hafi stappað sér inn í skemmuna og allir sungu með. Það var alveg magnað og það var rosalega flottur kór sem hann fékk.“

Birna hefur ekki heyrt um að neitt hafi komið upp á á hátíðinni. „Ég gæti ekki beðið um neitt meira.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×