Erlent

Grikkir skila inn nýrri umbótaáætlun

Atli ÍSleifsson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AFP
Leiðtogar Evrópusambandsins segja að grísk stjórnvöld hafi samþykkt að skila inn nýrri áætlun um umbætur innan nokkurra daga til að fá frekari lán þannig að gríska ríkið geti forðast gjaldþrot.

Greint var frá þessu í kjölfar viðræðna Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, Angelu Merkel Þýskalandskanslara og annarra leiðtoga aðildarríkja ESB í Brussel.

Í frétt BBC kemur fram að Tsipras segist bjartsýnni nú en fyrir fundinn.

Á fundinum var einnig samþykkt að viðskiptahindranir sambandsins á hendur Rússum skuli áfram vera í gildi, að minnsta kosti út þetta ár.


Tengdar fréttir

Þýskir þingmenn telja rétt að borga

Grískir ráðamenn hafa krafist nýrra stríðsskaðabóta frá Þjóðverjum og vonast til að bæta þannig fjárhagsstöðu gríska ríkisins. Þýska stjórnin hefur talið þær kröfur fráleitar, en nú taka stjórnarandstæðingar á þýska þinginu undir með Grikkjum.

Grikkir fá grænt ljós á sparnaðinn

Evruríkin hafa fallist á sparnaðaráform grískra stjórnvalda. Eftirgjöf grísku stjórnarinnar gagnvart ESB hefur samt valdið erfiðum ágreiningi innan SYRIZA.

Segir Grikki ekki þurfa fleiri lán

Forsætisráðherra Grikklands segir stjórn sína að ætla að vinna hörðum höndum að því að breyta stefnu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×