Fyrsta skóflustungan að hofi Ásatrúarfélagsins: „Þetta mun breyta öllu fyrir okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. mars 2015 12:41 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna. myndir/silke Að loknum sólmyrkvanum í dag var fyrsta skóflustungan tekin að Hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíðinni. Á Facebook-síðu Ásatrúarfélagsins segir að þetta marki tímamót í trúar og menningarsögu Norður-Evrópu. Hofið verður 350 fermetrar að stærð og mun rúma um 250 manns. Miðað er við að framkvæmdum ljúki í lok septembermánaðar á næsta ári. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir um að ræða stærstu tímamót í sögu Ásatrúarfélagsins.Fylgst var vel með sólmyrkvanum.vísir/gva„Þetta er stór dagsetning fyrir okkur. Þetta mun breyta öllu fyrir okkur því við höfum ekki haft aðstöðu sem rúmar okkar starfsemi,“ segir Hilmar. Athöfnin hófst klukkan 08:38 við upphaf sólmyrkvans og voru þá mynduð táknræn vébönd, kveikt á kertum í höfuðáttum og blótað til heilla staðarvættum. Þegar myrkvinn náði hámarki klukkan 09:37 var kveiktur eldur á þeim stað þar sem helgidómurinn mun rísa. „Þarna getum við reist byggingu sem verður einkennisbygging í Reykjavík. Þetta verður fyrst og fremst safnaðarheimili, en við verðum líka með skrifstofuaðstöðu.“ Sólmyrkvanum lauk um 10:40 og þá var tekin fyrsta skóflustungan og svæðið og samkoman helguð. Myndirnar hér að neðan tók ljósmyndarinn Silke Schurack. Tengdar fréttir Héldu að Perlan væri nýtt hof ásatrúarmanna: "Ég hef verið að leiðrétta þetta“ Framkvæmdir við nýtt hof ásatrúarmanna í Öskjuhlíð hefjast í febrúar en myndbirting af Perlunni olli misskilningi 16. janúar 2015 15:31 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Að loknum sólmyrkvanum í dag var fyrsta skóflustungan tekin að Hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíðinni. Á Facebook-síðu Ásatrúarfélagsins segir að þetta marki tímamót í trúar og menningarsögu Norður-Evrópu. Hofið verður 350 fermetrar að stærð og mun rúma um 250 manns. Miðað er við að framkvæmdum ljúki í lok septembermánaðar á næsta ári. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði segir um að ræða stærstu tímamót í sögu Ásatrúarfélagsins.Fylgst var vel með sólmyrkvanum.vísir/gva„Þetta er stór dagsetning fyrir okkur. Þetta mun breyta öllu fyrir okkur því við höfum ekki haft aðstöðu sem rúmar okkar starfsemi,“ segir Hilmar. Athöfnin hófst klukkan 08:38 við upphaf sólmyrkvans og voru þá mynduð táknræn vébönd, kveikt á kertum í höfuðáttum og blótað til heilla staðarvættum. Þegar myrkvinn náði hámarki klukkan 09:37 var kveiktur eldur á þeim stað þar sem helgidómurinn mun rísa. „Þarna getum við reist byggingu sem verður einkennisbygging í Reykjavík. Þetta verður fyrst og fremst safnaðarheimili, en við verðum líka með skrifstofuaðstöðu.“ Sólmyrkvanum lauk um 10:40 og þá var tekin fyrsta skóflustungan og svæðið og samkoman helguð. Myndirnar hér að neðan tók ljósmyndarinn Silke Schurack.
Tengdar fréttir Héldu að Perlan væri nýtt hof ásatrúarmanna: "Ég hef verið að leiðrétta þetta“ Framkvæmdir við nýtt hof ásatrúarmanna í Öskjuhlíð hefjast í febrúar en myndbirting af Perlunni olli misskilningi 16. janúar 2015 15:31 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Héldu að Perlan væri nýtt hof ásatrúarmanna: "Ég hef verið að leiðrétta þetta“ Framkvæmdir við nýtt hof ásatrúarmanna í Öskjuhlíð hefjast í febrúar en myndbirting af Perlunni olli misskilningi 16. janúar 2015 15:31