Skoðun
Kristján F. Kristjánsson, framkvæmdastjóri íslenskra viðskipta hjá Meniga.

Hvernig getur tæknin hjálpað þér að skilja fjármálin?

Kristján F. Kristjánsson skrifar

Grundvallarregla heimilisfjármala er að eyða minna en þú aflar. Vandamálið við þá reglu er að fæstir átta sig á því í hvað er verið að eyða og hvenær útgjöld eiga sér stað. Til að geta sett sér raunhæf markmið í einstaka útgjaldaflokkum er nauðsynlegt að vita fyrst hvar maður stendur. Það eru fjölmargar leiðir og reglur sem aðstoða fólk að fá yfirsýn en margar þeirra geta verið tímafrekar, flóknar eða kalla einfaldlega á of mikinn aga.

Tökum dæmi: Ég og konan mín vorum með 158 færslur í síðastliðnum febrúar mánuði. Margar af þeim voru millifærslur milli eigin reikninga en sömuleiðis fjölmargar litlar færslur á ólíkum kortum og reikningum sem við notum. Færslurnar skiptust í alls 44 ólíka flokka á borð við matarinnkaup, skyndibita, bensín, tryggingar, færslugjöld, millifærslur milli eigin reikninga og fjölmargar aðrar færslur sem tilheyra flokkum sem við hefðum ólíklega getað séð fyrir útgjöldum í.  Í okkar tilfelli getur tæknin hjálpað okkur að skilja fjármálin betur.

Í Meniga er til dæmis hægt að sjá á nokkrum sekúndum hver staðan er á öllum kortum og reikningum sem tengd eru við kerfið. Það er hægt að setja inn skynsamar reglur þannig að ef einhver færsla er yfir eða undir tiltekinni fjárhæð, eða tilheyrir ákveðnum flokki, þá fær viðkomandi tilkynningu og öðlast þannig betri yfirsýn yfir eigin fjármálastöðu. Með tilboðum sem bjóðast fólki sem notar Meniga er einnig hægt að taka upplýstari kaupákvarðanir þar sem kerfið áætlar hvaða áhrif það hefði að færa viðskipti sín yfir til þess kaupmanns sem býður tilboðið.

Fólk verður að ákveða hvaða tól og tæki henta þeim til að skilja eigin fjármál. Með réttri notkun er þó hægt að skilja mun betur í hvað er verið að eyða og hvenær útgjöld eiga sér stað. Með þann skilning er mun auðveldara að fylgja grundvallarreglu heimilisfjármála, að eyða minna en þú aflar.

Höfundur starfar sem framkvæmdastjóri íslenskra viðskipta hjá Meniga sem sérhæfir sig í fjármálatengdum hugbúnaðarlausnum. Alls hafa yfir 20 milljónir manna aðgang að lausnum fyrirtækisins víða um heim.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Skoðun

Skoðun

Tíminn

Guðmundur Brynjólfsson skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.