Innlent

Njala.is hökkuð af ISIS?

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjáskot af njala.is
Skjáskot af njala.is
Heimasíða Sögusetursins á Hvolsvelli virðist hafa orðið fyrir tölvuárás Íslamska ríkisins. Þegar farið var á síðuna fyrr í dag mátti sjá skilaboð sem sögð voru vera frá Íslamska ríkinu, fána ISIS og lag á arabísku, sem hefur verið birt með mörgum myndböndum samtakanna, spilast sjálfkrafa. Þá var þar linkur á Facebook síðu sem nú hefur verið lokað.

Við fána ISIS stóð: „Hacked by Islamic State. We are everywhere.“ Það þýðist sem: Hakkað af Íslamska ríkinu. Við erum allsstaðar.

Með fljótri leit á internetinu má sjá að héraðsmiðlar um allan heim hafa á undanförnum sólarhring birt fjölmargar fréttir af sambærilegum málum.

Uppfært 16:35

Síða Sögusetursins er nú komin í lag. Sigurður Hróarsson, forstöðumaður setursins segir að honum beri að taka það alvarlega þegar um aðila af þessu tagi er að ræða. Fyrstu viðbrögð hans voru þó að taka þessu sem hrekk eða einhvers konar gráu gríni.

„Þetta er voða gaman, að fá hryðjuverkaárás á Sögusetrið,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Hann hafði samband við hýsingaraðila síðunnar og var henni lokað tímabundið og skilaboðum sem sögð voru vera frá ISIS komið út.

„Hvort að við gerum eitthvað meira, er ég enn að bíða eftir ráðleggingum með það. Mér skilst þó á flestum sem ég hef leitað til að þeir telji það erindisleysu.“




Tengdar fréttir

Ísland fyrirheitna land múslima

Myndband sem sjónvarpsstöð framleiðir og boðar trú á Allah byggir að verulegu leyti á myndskeiðum frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×