Bílar

Svona á að taka beygju

Finnur Thorlacius skrifar

Í ralli eru hestöflin ekki spöruð og nokkrir sénsarnir víst teknir. Það sanna hér ökumaðurinn Oscar Barroso og aðstoðarökumaður hans David Miguez í Librada Ralley Ourense á Spáni í fyrra á Suzuki bíl sínum.

Hvort að meiningin hafi verið að spara dekkin vinstra megin á bílnum, sýna hvernig á að taka beygjur í ralli eða sækja besta tímann skal ósagt látið, en flott er hún. Þessi magnaða beygja gæti verið met á tveimur hjólum í rallkeppni, en taktarnir verðskulda eiginlega verðlaunin „flottasta beygjan“.

Ef rýnt er á ökumanninn og aðstoðarökumann hans sést að þegar bíllinn fer uppá tvö dekkin reyna þeir að halla sér í hina áttina til að ná bílnum aftur á hin dekkin líka. Vel gert!Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.