Körfubolti

Ingunn Embla dæmd í tveggja leikja bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingunn Embla Kristínardóttir.
Ingunn Embla Kristínardóttir. Vísir/Vilhelm

Kvennalið Keflavíkur verður án leikstjórnanda síns Ingunnar Emblu Kristínardóttur í næstu tveimur leikjum liðsins en hún hefur verið dæmd í tveggja leikja bann.  Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Ingunn Embla var kærð fyrir atvik sem gerðist í undanúrslitaleik Keflavíkur og Snæfells á laugardaginn var en hún sparkaði þá í Gunnhildi Gunnarsdóttur hjá Snæfelli.

Dómarar leiksins misstu af atvikinu en sparkið hennar sást mjög vel í sjónvarpsupptöku frá leiknum. Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir mál hennar og dæmdi hana í tveggja leikja bann.

Ingunn Embla missir af útileikjum við Val og Grindavík en má fyrst spila í næsta heimaleik sem verður á móti Hamar 14. febrúar næstkomandi. Viku síðar mætir Keflavíkliðið Grindavík í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöllinni.

Ingunn Embla Kristínardóttir er með 9,7 stig, 4,8 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali með Keflavík í Dominos-deildinni. Ingunn Embla var með 14 stig á 25 mínútum í bikarsigrinum á Snæfelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.