Lífið

Mömmur með stóran rass eiga gáfaðari börn

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þetta hljóta að teljast frábærar fréttir fyrir North West, dóttir Kim Kardashian.
Þetta hljóta að teljast frábærar fréttir fyrir North West, dóttir Kim Kardashian.
Þær konur sem eru með stóran botn eiga gáfaðari börn. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í University of Pittsburgh í Bandaríkjunum.

Þær konur sem eru með „erfiða“ eða „þráláta“ fitu á rassinum eiga gáfaðari börn, að sögn rannsakenda, vegna þess að fitan á þessu svæði hjálpar til við að byggja upp taugakerfi barnanna.

„Fitan á þessu svæði hjálpar til við að byggja upp heilastarfsemi barnanna,“ segir Will Lassek, prófessor í lýðheilsufræði og leiðtogi rannsóknarliðsins.

Hann segir að þessi mikilvægu byggingaefni taugakerfisins fari í brjóstamjólkina, auk þess sem þau nýtast á meðgöngu.

Hér að neðan má heyra lagið I like Big Buts með Sir Mix-A-Lot. Spurning hvort að hann hafi séð þessa þróun fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×