Handbolti

Stríðnispúkinn Guðjón Valur | Myndir

Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá. Guðjón Valur bregður á leik.
Af ávöxtunum skulið þið þekkja þá. Guðjón Valur bregður á leik. vísir/eva björk
Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson gerði vini sínum Aroni Pálmarssyni lífið leitt í viðtali í dag.

Aron var í viðtali hjá RÚV og fékk eiginlega ekki stundarfrið í viðtalinu þar sem Guðjón Valur var mættur með ávexti sem hann otaði að Aroni og tróð inn á hann.

Gaman að sjá að það sé létt yfir strákunum okkar í aðdraganda mótsins en allir eru klárir í bátana aldrei þessu vant. Fyrsti leikur er gegn Svíum á morgun.

Hér að neðan má sjá myndir sem Eva Björk Ægisdóttir tók af þessari skemmtilegu uppákomu.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).

vísir/eva björk
vísir/eva björk
vísir/eva björk
vísir/eva björk
vísir/eva björk
vísir/eva björk
vísir/eva björk
vísir/eva björk

Tengdar fréttir

Utan Vallar: Sækjum heimsmeistaratitilinn til Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson er á leiðinni til Katar þar sem hann mun fjalla um heimsmeistaramótið í handbolta fyrir Fréttablaðið. Eiríkur Stefán skrifaði utan vallar pistil í Fréttablaðið í dag.

Gunnar Steinn er einn

Gunnar Steinn Jónsson fær engan herbergisfélaga í Katar. Margir af strákunum okkar hafa verið herbergisfélagar í mörg ár. Við skoðum herbergjaskipan.

Refirnir fjórir með reynsluna

Stórmótareynsla strákanna í íslenska landsliðshópnum á Heimsmeistaramótinu í Katar er einstök í sögu landsliðsins á stórmóti. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson er á leiðinni á sitt átjánda stórmót.

Vísir er kominn til Katar

Fylgist með fréttaflutningi íþróttadeildar 365 frá HM í handbolta í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×