Erlent

Windows 10 var tilkynnt í gær

Freyr Bjarnason skrifar
Satya Nadell, framkvæmdastjóri Microsoft, kynnir Windows fyrir indverskum nemendum.
Satya Nadell, framkvæmdastjóri Microsoft, kynnir Windows fyrir indverskum nemendum. Fréttablaðið/AP

Næsta útgáfa Windows-stýrikerfis tölvurisans Microsoft mun heita Windows 10.

Fyrirtækið ákvað að sleppa Windows 9 til að leggja áherslu á framfarir kerfisins þar sem aukin áhersla er á farsíma- og netþjónustu. Núverandi stýrikerfi Microsoft, Windows 8, hefur nokkuð verið gagnrýnt.

Til að bregðast við því hefur Microsoft til dæmis ákveðið að bjóða upp á svipaðan „start menu“ og var í Windows 7.
Hluti nýja stýrikerfisins var afhjúpaður í San Francisco í gær en það verður formlega gefið út um mitt næsta ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.