Skuggabaldrar heilbrigðis Dagþór Haraldsson skrifar 5. september 2014 07:00 Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun