Skuggabaldrar heilbrigðis Dagþór Haraldsson skrifar 5. september 2014 07:00 Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið er 2014. Segi og skrifa tvö þúsund og fjórtán. Vettvangurinn er Landspítalinn við Hringbraut, spítali allra landsmanna. Sjúklingur sem greindist með krabbamein fyrir ári er fluttur á krabbameinsdeildina 11E. Sjúklingurinn er alvarlega veikur, en vonast samt eftir að komast heim aftur. Stofan er tveggja manna stofa. Aðstaðan þar er ömurleg og þrengslin eru yfirþyrmandi. Salernið er sameiginlegt með næstu stofu og er því fyrir fjóra sjúklinga og það er ekki boðlegt. Það er með góðu móti hægt að koma tveim lausum stólum fyrir í stofunni, sem þýðir einn stól fyrir aðstandanda hvors sjúklings. Mjög oft eru þessir mikið veiku sjúklingar með vökva eða lyf í æð. Ef þeir komast fram úr rúminu þá þurfa þeir að rúlla með sér statívunum, sem pokarnir hanga í, á milli hindrana til að komast um stofuna. Aðstaðan fyrir það aðdáunarverða starfsfólk sem þarna vinnur er erfið í þessum þrengslum, en aldrei heyrði ég það kvarta. Prívatið fyrir aðstandendur er ekkert, enda ekkert sem skermar af á milli rúmanna, nema tjald sem hægt er að draga fyrir. Þegar sjúklingar og aðstandendur skynja að farið er að líða að leiðarlokum er víst að þeir myndu vilja ræða ýmislegt í sameiginlegu lífshlaupi, en á því er ekki nokkur möguleiki við þessar ömurlegu aðstæður.Biðlisti á líknardeildina Eftir viku er sótt um vistun á líknardeildinni í Kópavogi. En líknardeildin var full og gat ekki tekið á móti fleiri sjúklingum, svo viðkomandi var settur á biðlista. Aðstaðan á líknardeildinni mun vera í takt við nútímann, þ.e. að sjúklingar eru á eins manns herbergjum og þar er salerni á hverri stofu. Þar er góð aðstaða fyrir aðstandendur og þeir geta dvalið allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Þar er hægt að létta lífið með því að sýna myndir á flatskjáum og hlusta á valda eigin tónlist. Eftir 11 sólarhringa á tveggja manna stofunni var ástand sjúklingsins orðið það slæmt að hann var færður á eins manns stofu. Nánasti aðstandandi tók samstundis þá ákvörðun að fá aukarúm inn á stofuna og dvelja allan sólarhringinn hjá sjúklingnum. Hér var prívatið orðið meira, nema hvað það gagnaðist lítið þar sem sjúklingurinn var orðinn með skerta meðvitund. Þessum 11 dögum sem sjúklingurinn lá á tveggja manna stofunni var í raun stolið frá honum og hans aðstandendum. Og hver skyldi nú þjófurinn vera? Það eru handónýtir og hugsjónalausir stjórnmálamenn.Sinnuleysi stjórnmálamanna Umræðan um nýjan spítala er búin að vera í gangi í örugglega 20 ár. Peningarnir sem fengust fyrir sölu Símans árið 2005 áttu að renna til þessa nýja spítala. Það eru búnar að vera starfandi bygginganefndir og örugglega mikið talað, en ekkert skeður. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að orsökin fyrir þessu sinnuleysi stjórnmálamannanna er að bygging nýs spítala er ekki kjördæmatengt mál. Ef málið væri kjördæmatengt þá ættum við örugglega kröftugan baráttumann á þingi sem berðist á sama hátt fyrir spítalanum eins og þeir gera í kjördæmatengdum málum, svo sem misnauðsynlegum jarðgöngum. Stjórnmálamenn verða að skilja að heilbrigðismál eru ekki sett í sama flokk og t.d. malbikun þjóðvega. Það er ekkert mál sem er sambærilegt við heilbrigði þjóðarinnar og það verður að hafa forgang og það verður að búa þannig að sjúklingum að sómi sé að fyrir land og þjóð og í samræmi við að Ísland er auðugt land, en ekki þriðja heims land. Sjúklingurinn dvaldi á einbýlinu í rétt rúma tvo sólarhringa og eftir það fækkaði um eitt pláss á biðlista líknardeildarinnar. Vonandi hefur þá einhver annar mjög sjúkur notið þess. Góður samlandi. Ert þú næstur? Eða aðstandandi þinn? Taktu afstöðu og heimtaðu heilbrigðiskerfið í forgang.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun