Lífið

Giftu sig á 17. júní

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Stefán
Rithöfundurinn og stjórnmálafræðingurinn Sólveig Jónsdóttir gekk að eiga sinn heittelskaða, Atla Ragnar Ólafsson, við fallega athöfn á sjálfan lýðveldisdaginn, 17. júní, á Búðum á Snæfellsnesi.

Sólveig klæddist ekki hvítu eins og algengt er með brúðir heldur dökkbláum „vintage“-kjól, skreyttum steinum og pallíettum.

Sólveig er hvað þekktust fyrir skáldsöguna Korter sem hefur vakið mikla lukku og var gefin út í Þýskalandi fyrir stuttu. Þá hefur ítalskt útgáfufyrirtæki einnig tryggt sér réttinn á bókinni en Sólveig vinnur nú að sinni annarri bók, sögulegri skáldsögu sem gerist á Íslandi og Írlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×