Sáttin um þjóðarsjúkrahúsið Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 22. maí 2014 07:00 Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að árlega eru farnar yfir 9.000 ferðir með sjúklinga á milli starfstöðva Landspítala í Fossvogi og við Hringbraut og 25.000 ferðir með rannsóknarsýni? Vissir þú að það eru fimm bráðavaktir á Landspítala og þrjár gjörgæsludeildir og að meira en helmingur bygginganna er reistur fyrir 1970 og aðeins 8 prósent bygginganna á síðustu 25 árum? Vissir þú að með nýjum byggingum Landspítala á Hringbrautinni er hægt að sameina meðferð sjúklinga og rannsóknir að mestu á einum stað? Þess vegna hefur Samfylkingin lagt mikla áherslu á endurnýjun og uppbyggingu á húsakosti Landspítalans. En við erum ekki ein um það eins og stofnun samtakanna „Spítalinn okkar“ sýnir. Í þeim starfar fjöldi fólks úr öllum áttum að því að Landspítali verði áfram hjarta heilbrigðiskerfisins með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Mikilvægustu rökin fyrir uppbyggingu sjúkrahússins eru aukið öryggi sjúklinga, bættar aðstæður starfsfólks og rekstrarhagræði. Á næstu árum mun álagið á sjúkrahúsið aukast vegna 50 prósenta fjölgunar fólks yfir 60 ára aldri. Yfir helmingur legudeilda er undir viðmiðunarstærðum, einbýli eru of fá og salerni of fá og lítil. Sýkingavarnir eru því ófullnægjandi. Ef við viljum áfram tryggja að sjúkrahúsið hafi heilbrigðisstarfsfólk í fremstu röð þurfum við að tryggja gott starfsumhverfi, góðan tækjabúnað og möguleika til starfsþróunar. Með starfsemi á einum stað dregur úr rekstrarkostnaði og hægt verður að sameina vaktir og nýta sérhæfða þekkingu betur. Verkefnið um öflugt þjóðarsjúkrahús þarfnast pólitískrar samtöðu. Frumhönnunarvinna er langt komin og deiliskipulag hefur verið samþykkt við Hringbraut. Með ríkisstjórnarskiptunum vorið 2013 skapaðist óvissa um framtíð þessara áætlana, enda ekki ljóst hvort áfram ætti að vinna á sömu braut. Við í Samfylkingunni fögnum því samhljóða samþykkt þingályktunar Alþingis um tillögu Kristjáns Möller og þingmanna úr flestum flokkum. Nú er stefnan skýr. Alþingi hefur falið „ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefur verið tryggð“.
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun