Innlent

Fimm búsetukjarnar fyrir fatlaða

Freyr Bjarnason skrifar
Búist er við að 28 einstaklingar fái tilboð um búsetu og þjónustu.
Búist er við að 28 einstaklingar fái tilboð um búsetu og þjónustu. Fréttablaðið/Anton
Borgarráð hefur samþykkt áætlun um byggingu fimm nýrra búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar og sértækar þjónustuþarfir.

Samkvæmt áætluninni munu 28 einstaklingar, þar af fimm börn, fá tilboð um búsetu og þjónustu innan þessara nýju kjarna. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að með nýjum húsnæðisúrræðum losni um þjónustu sem hægt er að bjóða öðru fólki en biðlistar eru eftir skammtímaheimilum og stuðningsþjónustu.

Áætlað er að húsnæðið verði tilbúið á næstu tveimur árum. Byggingarkostnaður er áætlaður 800 til 900 milljónir króna. Árlegur rekstrarkostnaður verður um 540 milljónir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×