Erlent

Gríska þingið leyst upp og kosningar framundan

Atli Ísleifsson skrifar
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands.
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands. Vísir/AP
Þingkosningar eru framundan í Grikklandi eftir að þingið neitaði að samþykkja Stavros Dimas í embætti forseta landsins. Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, hafði tilnefnt Dimas í embættið.

Dimas mistókst að fá stuðning þeirra 180 þingmanna sem þarf til og þýðir þetta að leysa þurfi upp þingið. Hlutabréf í Grikklandi lækkuðu um að meðaltali 10 prósent í morgun í kjölfar tíðindanna.

Ýmis batamerki hafa verið á grískum efnahag að undanförnu eftir sex ára kreppu.

Skoðanakannanir benda til þess að vinstriflokkurinn Syriza muni bera sigur úr býtum ef kosið yrði nú, en flokkurinn vill endursemja við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um þá aðstoð sem Grikklandi hefur verið veitt.

Uppfært 11.41:

Þingkosningar munu fara fram í landinu þann 25. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×