Fer fram á gjaldþrotaskipti yfir Glitni Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:57 Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta. Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Íslenskur kröfuhafi í slitabú Glitnis hefur óskað eftir því að slitameðferð bankans verði stöðvuð og bankinn tekinn til gjaldþrotskipta. Þetta er í fyrsta sinn sem kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna beitir heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freistar þess að stöðva slitameðferðina og setja banka í slitameðferð í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrotaskiptabeiðni sem lögmaður Ursusar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og fréttastofan hefur undir höndum. en Ursus ehf. á viðurkennda kröfu í slitabú Glitnis upp á 3.126.694 krónur. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningsumleitanir Glitnis hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist þegar í stað. 103. gr. a í lögum um fjármálafyrirtæki fjallar um skilyrði þess að slitameðferð fjármálafyrirtækis verði stöðvuð og bú þess tekið til gjaldþrotaskipta. Þar segir að ef ekki séu forsendur til að leita nauðasamnings skuli slitastjórn krefjast þess að bú fjármálafyrirtækis verði tekið til gjaldþrotaskipta. Svo segir í sama ákvæði: „Það sama getur kröfuhafi gert ef krafa hans hefur verið viðurkennd við slitameðferð og annaðhvort hafa nauðasamningsumleitanir slitastjórnar ekki borið árangur eða hann sýnir fram á að ekki séu lagaskilyrði til að leita nauðasamnings...“ Það er þetta ákvæði sem félags Heiðars beitir til að freista þess að setja Glitni í gjaldþrot. Hvers vegna ertu að fara fram á þetta? „Vegna þess að þetta ferli hefur verið alltof langt og leiðinlegt og það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slitastjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að framkvæma síðustu ár, að semja sig framhjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Hann segir að tæknilegar ástæður hafi ráðið því að hann hafi ekki farið fram þessa kröfu fyrr en hann átti gjaldeyrisreikning í Glitni. Hann vill fá kröfu sína greidda í krónum því slitameðferðin hafi ekki skilað neinum árangri til þessa. „Ég er bara eins og hver annar íslenskur kröfuhafi. Ég vil að þetta verði greitt út og ég vil fá greiðslu í íslenskum krónum.“ Ef krafa Ursusar ehf. verður tekin til greina verður slitastjórn Glitnis leyst frá störfum og skipaður skiptastjóri yfir þrotabúi bankans. Slitastjórn Glitnis fær fjórar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. Eftir það gengur úrskurður héraðsdóms um gjaldþrotabeiðnina sem er kæranlegur til Hæstaréttar. Verði niðurstaðan kærð ætti dómur Hæstaréttar í málinu að liggja fyrir í fyrsta lagi um miðjan febrúar, að teknu tilliti til fresta.
Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira