Lífið

Ómar vinnur milljón

Bjarki Ármannsson skrifar

Ómar Ragnarsson fjölmiðlamaður tók í dag við verðlaunum sem sigurvegari í keppni Löðurs um besta þrjátíu sekúndna myndskeiðið. Verðlaunin í keppninni, sem bar yfirskriftina Viltu vinna milljón, eru ein milljón króna og veitti Ómar henni viðtöku við hátíðlega athöfn í Perlunni.

Í myndskeiðinu kom Ómar fram sem Mr. BÍL - furðufugl í litlum, gulum, óyfirbyggðum bíl sem skellir sér í gegnum bílaþvottastöð og fær þar háþrýstiþvott fyrir sig og bílinn. Ómar sagði við athöfnina að hann væri til í að prófa allt einu sinni en þetta myndi hann aldrei vilja prófa aftur.

Sjá má Ómar taka við verðlaununum hér fyrir ofan en hægt er að fylgjast með uppátækinu hans Ómars hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.