Lífið

Hera söng í brúðkaupi Eli Roth

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikstjórinn Eli Roth gekk að eiga unnustu sína, leikkonuna Lorenza Izzo á laugardaginn á ströndinni í bænum Zapallar í Chile. 

Veislan var síðan haldin í Cachagua Polo Club þar sem íslenska söngkonan Hera Björk, sem búsett er í Chile, söng fyrir gesti. Hera mætti í sama rauða kjólnum og hún var í þegar hún sigraði í Vina del Mar-söngvakeppninni á síðasta ári og byrjaði á því að syngja lagið sitt vinsæla, Because You Can, sem margir í Chile kannast við. Hera söng einnig lagið Ást á íslensku og endaði svo á Diamonds are forever sem hún tileinkaði brúðinni við mikinn fögnuð viðstaddra.

Eli er mikill Íslandsvinur og hefur heimsótt landið okkar margoft. Hann kynntist Lorenzu í Chile fyrir þremur árum en þau luku nýverið tökum á kvikmyndinni Knock Knock þar sem Lorenza leikur aðalhlutverkið á móti Keanue Reeves og Eli leikstýrir.

Lorenza klæddist fallegum brúðarkjól frá Veru Wang á stóra daginn en myndir úr brúðkaupinu má sjá hér.

Hera kom syngjandi inn í veisluna.
Eli og Lorenza eru nú hjón.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×